föstudagur, maí 07, 2004

Prófið
gekk vel held ég. Það var allavegana ekkert sem kom mér neitt svakalega á óvart, ég gat svarað öllu að einhverju leiti en engu að fullu. Sem er svosem allt í lagi ! Held ég, vona ég.
Það var svo mikill kraftur í okkur að við drifum okkur út í garð að laga til, slá og reyta arfa. En það er samt hellngur eftir !

Við Einar vorum að spjalla þegar ég var að labba með þá heim úr skólanum, ég spurði eins og vant er hvað hann hafði verið að bralla. Hann sagði nú fátt, en sagði að hann hefði farið í strætó með konu og brúna stráknum. Þau fóru á kaffihús. AHA, það tók mig smá tíma að fatta um hvað hann var að tala þegar ég fattaði að hann er alltaf í málörvunarhóp á miðvikudögum og þá gera þau margt sniðugt! Þetta hefur sennilega verið liður í því.

Veðrið er æðislegt hérna, 20 stig hiti og sól. Jömmí.

Næsta próf verður síðan á Íslandi 13 mai en ég kem 12 mai um kvöldið kl 21. Ég hlakka til og kvíði fyrir, ég hef aldrei farið svona lengi frá stráknum. Gummi hlýtur nú að redda þessu, ég verð bara að vona það. Múhhahaha

Engin ummæli: