Himmelbjerget
á að vera hæðsta fjall Danmerkur, það er það víst ekki en nógu fallegt er þar samt. Við fórum í dag með Einari Balvin og co. Keyrðum til Silkeborg og fórum þaðan með ferju, það var æðislega gaman. Það er alveg rosalega fallegt allt þarna í kring og auðvitað allt í blóma. Dásamlegt eins og Einar Kári og langamma hans segja í sífellu, dásamlegt ! En við fórum í Bambadýragarðinn í morgun og þar voru báðir drengirnir stangaðir af brjáluðum hreindýrum. Nei nei ég held nú frekar að drengirnir hafi gerst of nærgöngulir við þau.
Amma fer á morgun og svo koma Tengdó næstu helgi. Það verður væntalega mikið stuð, enda hörkufólk á ferð. Einar spurði pabba sinn þegar hann frétti að afi væri að koma; kemur hann á jeppanum ? hann varð fyrir svolitlum vonbrigðum þegar hann frétti að afi kemur bara í flugvél. Þvílíkt frat !
mánudagur, maí 31, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli