Foreldrafundur
var á Vöggustofunni hans Guðna í gærkvöldi. Umræðuefnið og fyrirlesarinn var Næringarfræðingur sem sér um ráðgjöf til allra stofnanna sem hafa eitthvað með börn að gera. Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur fundur.
Það var mæting kl 19 en mér sýndist ekki vera neitt sérlega góð mæting. Þetta var voðalega huggulegt, kerti, rauðvín, vínber, ostar, súkkulaði og kex á borðum. Þetta myndi maður seint sjá á leikskólum heima !!! En næringarfræðingurinn talaði um sykurneyslu barna og "madpakkene". Málið er að Danir eru heldur aftarlega á merinni -finnst mér- í svona málum. Hérna eru t.d engar vörur sem hægt er að kaupa sykurlausar, en allt er fitulaust. T.D er kókómjólkin hérna úr undanrennu en svo rosalega sæt að strákunum finnst hún ógeðsleg !!! Ég hef ekki fundið neinar mjólkurvörur í formi Jógurta og svoleiðis sem þeir vilja. Þarna kemur skyrið sterkt inn heima, algjör snilld sú vara. En anyways er fullt af svona vörum hérna sem er svona mitt á milli þess að vera sælgæti og vera matur. Svona hálfgerðar kökur, fólk kaupir þetta í þeirri góðu trú að það sé að gera börnunum sínum gott afþví að þetta er svo "hollt". Svo sendir fólk börnin sín með þetta í leikskólann og það verða ægileg leiðindi því að þau fara heim og segja ALLIR fá svona og svona, akkuru ekki ég !
Ég verð nú samt alveg að segja að ég er enginn sykur-nammi fanatík. Strákarnir mega alveg fá nammi, ís og kók. Við bara gleymum oft að gefa þeim, kaupum nammi og svo er það bara uppí í skáp. Og við kaupum ekki kex af þeirri einföldu ástæðu að þá borðum við það ;-/ og það er ekki gott.
Umræðan heima á meðal vinkvenna og bekkjasystra minna er mikil um sykur og að það eigi ekki að gefa sykur í óhófi, flestar kaupa sykurlausarmatvörur en feita osta til þess að gefa börnunum. Prótein VS kolvetni er líka mikið umtalsefni, fólki ofbyður oft þessi brauðneysla. En hérna hafa rannsóknir sýnt að börn fá of fitusnautt fæði en mikin sykur. Sem er alls ekki nógu hollt.
En það sem gladdi mig mest við það sem næringarfræðingurinn sagði um matarvenjur barna að við ættum að leyfa þeim að vera matvönd og alls ekki pína börn til þess að vera mikið að smakka nýja hluti. Það kemur allt með meiri þroska. Svo framarlega sem börn borða um 400gr af grænmeti og ávöxtum, fá eitt glas af mjólk á dag þá eru þau í góðum málum. Mikill léttir að heyra þetta, þá get ég hætt að slást við strákana á kvöldinn þegar þeir vilja ekki borða matinn. Þeir eru nefnilega alltaf til í að skipa á matnum og grænmeti. Tómatar, gúrkur, bananar og epli eru í miklu uppáhaldi á þessum bæ. *guðisélof*
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli