föstudagur, desember 10, 2004

Taske

sem er jólasveinastrákur kom heim með okkur í gær af leikskólanum hans Einars. Hann kíkti með okkur í jólagleði í leikskólann hans Guðna þar sem borðið var fram jólglögg og eplaskífur. Ægilega huggó ! Hérna er mynd af Einari og Taske.

Ég var að frá bréf frá augnklínikkinni sem ætla að laga nærsýnina hjá mér. Það kom í ljós eftir skoðun að ég er með þykka hornhimnu og smá sjáöldur sem ku gefa bestan árangur í svona meðferð. En reyndar hafði sjónin versnað töluvert síðan ég hafði farið síðast til augnlæknis og ég er komin með -7,25. En ég má s.s búast við að hafa 100% sjón á 30 ára afmælinu mínu. Jey hvað það er æðislegt.


Engin ummæli: