Kanínuróló
rokkar hjá okkur hérna á Flintebakken. Við hjóluðum þangað í morgun og við hjónin sátum á bekk á meðan strákarnir skúnkuðust ! Huggó.
Allt í einu segir Gummi við mig ; veistu hvernig maður segir, komdu og sestu á bekkinn ?
Ég; segir maður ekki, kom og set på bænken eða eitthvað svoleiðis !
Gummi ; Nei maður segir nefnilega, kom og se på gederne !
Ég ; Nei það þýðir komdu og sjáðu geiturnar, hvernig datt þér í hug að það þýddi að setjast á bekkinn ?
Gummi ; Sko málið var að ég heyrði 2 í röð segja þetta, svo settust þeir á bekkinn ! Mér datt ekki annað í hug en að það þýddi þetta með bekkinn sko !
Kýr skýr ! Sniðugur strákur hann Gummi, leggur svo fínt saman 2+2. Af lyktinni í eldhúsinu er ekkert að frétta, eða sko svona engar fréttir eru góðar fréttir. Ergó = hún er ekki lengur til staðar ! *heldég*
laugardagur, júní 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli