Fiskasafnið í Silkeborg
var áfangastaður okkar í gær. Heiðbrá og Baldvin fóru með okkur og við skemmtum okkur konunglega. Það er jafnvel verið að tala um að kaupa árskort. Sjáum til. En safnið er mjög skemmtilega uppbyggt og Einar er farinn að hafa mjög gaman að því að skoða vandlega. Guðni er meira að hlaupa um og skandalisera !!!
Það er búið að plana og kaupa íslandsferð í febrúar, í viku 7 n.t.t. Danir eru nefnilega allir í vikunum en fyrir íslendinga þá þýðir þetta að við komum heim 14 feb og verðum í 7 daga. Við fengum far aðra leiðina á 5kr þannig að það kostar um 10 þús á mann. Við vorum búin að lofa okkur því að nota tækifærið næst þegar icelandexpress væri með tilboð. Snilldar fyrirtæki ;-)
Ég var að koma frá augnlækni því að ég las í einhverju heilsublaði að ef maður væri með meira en +/- 6 þá ætti maður rétt á ókeypis laiseraðgerð. Augnlæknirinn var mjög hress með þetta og á næstu dögum/vikum á ég von á bréfi frá augndeildinni á sjúkrahúsinu hérna þar sem ég verð kölluð inn í viðtal og svo aðgerð. Mér líður eins og ég hafi "grætt" 250 þús kall. Hvað ætti ég að gera við peningin ?
miðvikudagur, október 13, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli