Shop til you drop og platafmæli.
Var að koma frá Köben þar sem ég hitti Eydísi vinkonu. Þar var verslað endalaust, frá kl 10 - 17. Smá matar og kaffihlé, ekki mikil þó ! En það var endalaust spjall og gaman.
Gummi var hérna í Århús með strákana á meðan, það var sko ýmislegt brallað. Það voru margar rólóferðir ! Svo héldu þeir feðgar upp á platafmæli, það var bökuð súkkulaðikaka, hún skreytt með kertum og sunginn afmælissöngurinn. Mikil lukka með þetta framtak. Það var ekkert verið að efast um hver ætti afmæli, Einar leysti það einstaklega vel af hendi ; þegar það er platafmæli þá eiga allir afmæli ! En þeir feðgar skemmtu sér vel og ég held að þeir hafi bara ekkert saknað mín. Humm.
En það titrar allt og skelfur hérna í danmörku út af skilnaðINUM. O MEN hvað þetta er mikið mál. Ég keypti mér alveg Extra blaðið til að lesa slúðrið en gula pressan talar mikið um að hann Jóakim hafi alla tíð hagað sér eins og piparsveinn og sé eins og karl faðir sinn að því leytinu til að hann sé mikið fyrir sopann. Og svo er hann víst nískur og heimtar að drekka ókeypis á börum. Fast cars, bus , rock and roll, las ég einhverstaðar. Jáhá, eins og þau virtust happý þegar ég hitti þau í tívolíinu um páskana. Svei mér þá !
sunnudagur, september 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli