Pakki og próflestur
Er þemaið í dag. Próflesturinn mætti ganga betur en þetta mjakast allt saman áfram
Við fengum pakka í dag frá henni Bergdísi, þeirri sómakonu. Hún sendi strákunum videóspólu sem þeir eru ægilega ánægðir með. Við söknum þess svolítið að fá sjaldan pakka, það er svo gaman að fá glaðning að heiman ;-)
En svo er það bara Köben á fimmtudaginn fram á mánudag. Jey hvað það verður gaman. Rosalega hlökkum við til.
Langar að benda á nýju myndasíðuna okkar, þetta barnalandsdæmi er ekki alveg að ganga upp. Hérna Verði ykkur að góðu og góða skemmtun.
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli