sunnudagur, júlí 04, 2004

Gestirnir farnir
og við sitjum eftir sátt með góðar minningar og nýja vini. Ekki amalegt það ! En veðrið hérna í Århus er ekkert að skána og gengur á með rigningu og vitleysu. Uss og fuss ég skil bara ekkert í þessu. En svona er þetta nú.

Senn líður nú að 4ra ára brúðkaupsafmæli okkar hjóna og Gummi kom með gjöf handa mér svona smá fyrirfram um daginn. Hann kom með ævisögu Hillary Clinton og ég get ekki beðið með að sökkva mér í hana. Best væri ef núna kæmi stekjandi hiti og sól, algjört nammi veður þannig að ég gæti legið úti í garði og haft það huggó ! Bíðum og sjáum, bíðum og sjáum.

Engin ummæli: