Sumarskemmtun
á leikskólanum hans Einars Kára í gær. Það var voðalega gaman, fullt af leikjum og tækjum. Verðlaun og alles. Grillaðar pulsur og bjór !!! í boði. Ægilega huggó ! En Einar fór mjög ánægður í leikskólann í gær, mamma hans er nefnilega ekki eins skemmtileg og hann minnti. Engar pitsur í hádeginu og ekkert kók. Bara þrif og leiðindi ! Þannig þegar kl var um 3 var hann farinn að biðja mig um að fara með hann í leikskólann ! Jáhá, ég er greinilega ekki nógu skemmtileg. Ekkert að því, það hefur enginn krakki gott af því að hanga með mömmu sinni allann daginn, og hana nú !
Annars hef ég það bara hugggó, er að dúlla mér hérna heima. Fór reyndar á kaffihús með Kareninu nágranna með meiru. Gaman að því.
miðvikudagur, júní 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli