mín er týnd. En það er svona stuð og stemmningspilla. Ég overdósaði reyndar í brúðkaupi í sumar þannig að kannski kláraði ég bara skammtinn. Vonandi ekki lífsskamtinn. En stelpurnar eru að koma á eftir og það er eins gott að koma sér í gírinn. Það er ponsu erfitt eftir erfiði dagsins sem fólst í að;
- Kenna Einari Kára að hjóla án hjálpardekkja. Hann er ekki að ná þessu, kannski afþví að hann er alltaf sítalandi -alveg eins og pabbinn, tíhí- og má ekkert vera að því að einbeita sér að því að halda jafnvægi.
- Fara í leikfimni n.t boltatíma þar sem maður er að leika sér á stórum bolta allan tímann. MUN erfiðara en það virðist. MEN hvað ég var búin á því.
- Þrífa bílinn, kominn tími til. Ég fékk athugasemd frá skólabróður mínum sem benti mér kurteisislega á að bíllinn minn væri MJÖG vel nýttur. Ég ákvað að þrífa hann örlítið, því að þó að hann sé "drusla" þá er alger óþarfi að hann sé eins og "drusla"
- Tiltekt í garðinum. Jiminneini segi ég nú bara. Við hjónin erum svona þokkalega samhent og við vinnum mjög vel saman. En úti í garði er andskotinn laus, við bara þolum ekki garðvinnu og skapið er eftir því. Mjög hvimleitt þar sem nágrannar okkar eru með MEGA flotta garða og okkar er alltaf eins og eftir fellibyl -í beðunum- allt á tjá og tundri. Strákarnir skemmtu sér reyndar konunglega, hlupu um allt með sóp og hrífu að vopni. En við kaupum okkur aldrei aftur hús með garði.
- Matargerðin var svo næst á dagskrá eftir allt puðið. Við keyptum okkur frosinn íslenskan fisk og við erum búin að ákveða að á laugardögum þá ætlum við að elda fína fiskrétti -ég hlýt nú samt að hafa ákveðið þetta, vegna þess að Gummi lét eins og honum kæmi þetta ekki við !- En ég eldaði sjúklega góðan fiskrétt með piparostasósu, með því voru hýðishrisgjón og salat. Nammi namm.
Þannig að minns er ponku þreyttur en hlakkar samt voðalega til að fá hina villingana í heimsókn ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli