fimmtudagur, apríl 22, 2004

Guðni týndist
á þriðjudaginn. Gummi var í köben og það var allt í volli.
Málið var að ég fór að sækja þá í leikskólann -að venju- og þegar við komum heim þá höfum við það alltaf þannig að á meðan ég geri þetta venjulega sem ég geri alltaf, taka þvott af snúrunum, setja yfir kaffi og undir búa smá snarl fyrir þá, þá eru þeir úti að hjóla. Það þykir þeim ægilegt sport og það er alltaf nóg um að vera hérna í nágreninu. Æðislega gaman. Nema það að Einar er búin að vera frekar þreyttur eftir leikskólann og því vill hann komast beint inn að borða og horfa svo að eins á sjónvarpið. Guðni hélt uppteknum hætti og fór og hjólaði. Svo þegar ég ætlaði að kalla á hann inn fann ég hann hvergi. Það var bara hjól á miðri götu og enginn Guðni. Ég var nú ekkert stressuð fyrsta korterið en svo fór ég að ókyrrast. Ég spurði alla sem ég hitti hvort að þeir hefðu rekist á hann og áður en ég vissi af var komið heilt lið að leit að honum. Ég gekk um með tárinn í augunum og fannst þetta HRÆÐILEGT. Ég er sá fyrir mér að honum hefði verið rænt og við krafin um lausnargjald. Ég hringdi í Karen til þess að sitja hjá Einari á meðan ég var að leita. Á meðan hún hjólaði hingað kom nágrannakona mín með Guðna. Hann hafði þá verið alveg hinum megin við götuna lengst upp frá. Mikið var ég glöð þegar hann fannst og ég var í svo mikilli geðshræringu að ég gleymdi að þakka öllum fyrir hjálpina við að leita.:-/
En annars er allt gott að frétta ég fer í fyrsta prófið mitt á mánudaginn og það er bara lesa,lesa,lesa og lesa.

Engin ummæli: