miðvikudagur, maí 05, 2004

ÖM LÚÐI !
Er ég ! síðasta blogg var svona krísublogg, ég var að bíða eftir prófinu sem kom aldrei. Öm það var kannski ekkert skrítið. Það kom daginn eftir..........eins og talað hafði verið um. Ég er ekkert smá dofin í hausnum stundum, þetta er nú ekki líkt mér þannig að ég vil skrifa þetta á stresssss. Fress.
En sem sagt er ég með heimaprófið núna og það gegnur bara vel, ég held að ég massi þetta bara alveg. Þóra bekkjasystir mín og Árni maðurinn hennar eru í heimsókn, en þau eru að koma hingað að kíkja á aðstæður þar sem þau eru að spá í að flytja hingað. Þá myndum við Þóra vera saman í bekk, gaman gaman. María sér nú aðallega um þau þar sem ég er í heimaprófi .
Hérna er núna ausandi rigning og leiðindaveður. En ég er svosem fegin, ekki á ég að vera að dandalast eitthvað úti. Humm.
Annars er ég búin að fá eina einkun og fékk 7, er bara frekar ánægð með það.
Strákarnir eru hressir og kátir og hlakka til að fara í leikskólann á hverjum degi, Gumma hlakkar líka til að fara í vinnuna á hverjum degi og hjólar eins og eldibrandur ! *hahaha*
Gaman að þessu öllu saman.
Einar Kári á afmæli eftir viku, 4 ára elsku karlinn. Honum líst nú bara ekkert á að verða svona gamall, því að þá verður farið að gera alls konar ósanngjarnar kröfur á hann s.s að klæða sig í skóna. *dæs*

Engin ummæli: