þriðjudagur, júlí 13, 2004

Sumarfríið
er byrjað og ef það verður eins og fyrsti dagurinn sem var í gær þá hef ég engu að kvíða. Góðir hlutir fóru reyndar ekki að gerast fyrr en ég hafði hótað Einari Kára að fara með hann aftur á leikskólann ef hann myndi ekki hætta að berja bróður sinn. Það svínvirkaði. Við erum búin að breyta svefninum aðeins þannig að þeir vakna 8 á morgnana í stað 6, sem er auðvitað draumur í dós, svo leggjum við okkur öll í hádeginu og svona huggó. Við fórum á Kanínuróló í gær og það var æði. Vonandi verður allt fríið svona æði, en næstu gestir detta inn á laugardaginn.

Takk fyrir brúðkaupsafmæliskveðjurnar, en ég er sannfærð um að ég er mjög vel gift. Þegar við strákarnir komum heim í gær var Gummi búin að þrífa alla efri hæðina, skipta á rúmunum og alles. Algerlega til fyrirmyndar í alla staði.

Það var líka svolítið fyndið í gær, strákarnir voru komnir inn í rúm og Guðni sofnaði á undan Einari. -yfirleitt er það öfugt- Einar kallaði fram til okkar ; ég get ekki sofið það eru svo mikil hljóð hérna inni ! Gummi fór og kíkti inn í herbergi, en þar lá Guðni og hraut svona hressilega. Einar; ég get bara ekki sofið, Guðni er með svo óhugguleg hljoð. Við brjáluðumst úr hlátri og buðum honum að liggja í okkar rúmi en þar sofnaði hann eftir 2 mín. Krúttó.

Engin ummæli: