þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Lon og don
eða Lundúnir er staður sem við hjónin ætlum að heimsækja í byrjun nóvember. Ekki leiðinlegt það ! Gummi er að fara á námskeið á fimmtudeginum og föstudeginum, ég ætla að koma á föstudeginum og við ætlum að eyða helginni saman. Vei vei, erum búin að panta okkur miða á Mamma Mía Abba söngleikinn, og hlökkum rosalega til.

Annars voru mamma og pabbi að tilkynna komu sína aðra helgina í nóvember. Þau fengu 18 kr miða með Icelandexpress. Þau stoppa reyndar stutt, verða frá föstudegi fram á mánudag. En það verður gaman að fá þau. Kannski getum við platað þau til að koma með matarkex.......það rokkar á þessu heimili ;-)

Engin ummæli: