þriðjudagur, apríl 27, 2004

Prófið var fínt í gær
eða svona þannig. Ég fann nú alveg fyrir því að það munaði miklu að ég náði að lesa vel síðustu dagana fyrir prófið. En þetta fag hefur setið svolítið á hakanum hjá mér -eins og öll hin fögin- ég hef bara rétt náð að gera þau verkefni sem ég VERÐ að gera og svo einhvernvegin ekki meir. En þrátt fyrir það er mér að ganga ágætlega og ég er alveg að massa 7-8 í vetrareinkunir í flestu. Vetrareinkunin gildir um 50% í öllum kúrsum þannig að ég er sátt. Ég er greinilega að vinna ágætlega undir pressu ;-) Svo er næsta próf á mánudaginn í straumum og stefnum í leikskólauppeldi ég er svolítið hrædd við það fag, eða réttara sagt ég er hrædd við kennarann hún hefur kennt mér allar annir og ég veit einhvernveginn aldrei hvað hún vill fá !!! Mjög snúið allt.
Við fengum tjaldið og eldunarsettið í gær. Ég er ótrúlega spennt að sjá tjaldið ! Gummi hringdi einmitt úr vinnunni í gær eftir að ég sagði honum að tjaldið væri komið þá hafði hann mestar áhyggjur að ég myndi tjalda því úti í garði ! Humm, alveg í hreinskilni þá held ég að ef það hefði ekki verið rigning -og ég í heimaprófi- þá hefði ég nú sennilega skellt mér í að tjalda og kíkja á gripinn. Hver veit nema það hefði verið kvöldmatur úti í garð ;-) Ég er klikk ég veit það !!
Annars eru allir hressir og kátir. Guðni er farinn að sleppa því að segja NEI heldur segir hann NEJ, frekar krúttlegt. Ekki mikill munur en munur þó.
Takk fyrir peppupp kommentin í gær, halda áfram svona. Hoho.

Engin ummæli: