Stórt skref
var stigið þegar ég ákvað að hringja í foreldra hans Andreasar sem er vinur hans Einars af leikskólanum. Úff hvað mér finnst oft erfitt að hringja í fólk sem ég þekki ekki. En allavegana þá kemur Andreas með okkur heim í dag. Ég ætla að sækja peyjana snemma og gera eitthvað sniðugt með þeim. Vonandi verður gaman og ekki of mikill hávaði. -Ég tala eins og ég hafi aldrei komið nálægt börnum, er næstum því með B.ed í krakkatemjingu-
Verkefnið hjá okkur í skólanum er allt að smella saman. Þetta er rosalega mikil vinna, en rosalega gaman. En á miðvikudaginn verður síðasti dagurinn okkar í frítídsklubben, það verður fínt.
Í skólum hérna í oftast Fredagsbar, MJÖG vinsælt. Hópurinn minn stundar fredagsbarinn grimmt og skilja ekkert í því að ég nenni ekki að fara. Ég er bara orðin svo gömul eitthvað, sé ekki alveg fyrir mér að ég nenni að drekka frá kl 2 p.m til 2 a.m, annað en áður var. Svona breytist þetta, en það er nú samt ómögulegt að vera stúdent í danmörku og fara ekki á fredagsbarinn. Ég þarf nú ekkert að vera á fylleríi til 2 a.m er það ?
Góða helgi..............
föstudagur, október 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli