Útilegan
stóð sko alveg fyrir sínu. Við lögðum af stað um hádegisleitið í bongóblíðu. Blíðan hélst bara alveg allan tímann og það var sko mikið stuð. Það var sundlaug sem var punkturinn yfir i-ið. Nammi nammi gott að kæla sig niður. En förunautar okkar voru ekki af verri endanum þau María, Pálmar og Emilía sem voru okkur til halds og traust í næsta tjaldi. Þetta tjaldsvæði fær 5 stjörnur, og þá sérstaklega fyrir góða veðrið.
En þið hin sem lesið bloggið og trallið aldrei, skamm skamm. Þið fáið mínus stjörnur. Það er góður siður að kvitta fyrir sig. Humm og ha.
sunnudagur, ágúst 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli