Partý og útskrift !
Soffía frænka mín, dóttir Einars Balvins var að útskrifast sem stúdent. Hérna í danmörku er það ægilega mikið húllum hæ sem fylgir þessum tímamótum. Ekkert minni gleði en heim á Íslandi heldur bara öðruvísi.
Allavegana þá var ég á fimmtudaginn að hjálpa Heiðbrá að taka á móti öllum krökkunum úr bekknum hennar en þau keyra á milli heimila á stórum pallbíl, þiggja veitingar í fljótandi formi, eru í svona 20 mín á hverjum stað og halda svo áfram. Æðislega sniðugt og skemmtilegt. En ég fékk semsagt að vera að hjálpa til, við buðum upp á heitt kakó og Stroh *namminamm* og ég held bara að krakkarnir hafi verið hrifnir af því. En þau voru svo prúð, sæt og skemmtileg. Frábært, en við tókum á móti þeim um 11 leytið, mér skilst að eftir 25 heimsóknir hafi þau verið ansi "hress" mörg þeirra. Enda ekki kurteisi að neita veitingum ! Humm.
En í dag var svo útskriftarveislan hennar, það var æðislega gaman. Strákarnir voru í essinu sínu, eins og alltaf heima hjá þeim. Veitingarnar voru frábærar og Soffía var æðislega ánægð með þetta allt saman. Og þá er jú tilgangnum náð ! ´ik.
Við vorum með partý í gær, eða sko partý á Einars Kára mælikvarða, alltaf þegar fleirri en 7 eru saman komnir þá er partý ! En ekki hvað. Anyways, María, Pálmar, Salka, Júlli, Logi og Emilía komu í mat. Karlarnir horfðu á fótbolta og pössuðu börnin á efri hæðinni en við sátum og kjöftuðum. Ekki slæmt það. Fínt að hafa góða barnapíur ! Og þá er ég ekki að meina fótbolta. HEHEHE
laugardagur, júní 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli