þriðjudagur, september 14, 2004

Hálf þunglyndislegt
að skrifa blogg og fá engin viðbrögð ! Frekar slappt lesendur góðir, skamm skamm. Ég nenni ekki að halda úti bloggsíðu ef ég hef á tilfinningunni að engin lesi boðskapinn. Skamm skamm. -Taki þetta til sín sem það eiga skilið !-

En annars er allt glimrandi að frétta, ég er núna komin í gang með project nr 2 í fagurfræðiáfanganum mínum. Ég er í hóp með 3 öðrum og við ætlum að vinna með víkingaþema á skóladagheimili. Spennandi. Það er athyglisvert að sjá hvað þau eru vön allt öðrum vinnubrögðum en ég hef lært í kennó. En það er nú meðal annars það sem þetta gegnur út á, læra önnur vinnubrögð.
En ég er komin í annað fag sem heitir værkstedsfag, get ómögulega ímyndað mér að það sé skemmtilegt. Þetta er svona föndur á háskólastigi, sem þýðir að það má ekki lita í litabók og ekki nota form þegar maður leirar *damn* Þannig að ég með mína 10 þumalfingur og þolinmæði á við 5 ára verð að treysta á lukkuna og vona að ég sleppi létt. Ég hata að föndra, og hana nú !

Allir hressir og kátir að venju, ég er að fara á morgun að vera til stuðnings við talmeinafræðingin sem er að fara meta skilning Guðna. Ég á semsagt að segja orðin á íslensku og hún svo á dönsku. Þannig verður vonandi hægt að meta nokkurn vegin hvernig staðan er á skilningnum hjá honum. Þ.e.a.s ef hann verður samvinnuþýður...........humm sonur MINN ! Well sjáum til ;-)

Engin ummæli: