fimmtudagur, júlí 08, 2004

Djamm
var á okkur hjónunum á þriðjudagskvöldið, ægilega gaman. Drukkum 1 hvítvín, opnuðum rauðvín, reyktum sígarettur og hringdum til Íslands. Ferlega sniðugt, nema að klukkan var 19 hérna í Dk og þ.a.l 17 á Íslandi og auðvitað allir í vinnunni. En við náðum að tala við nokkra, felstir voru auðvitað ekki heima. En við skemmtum okkur ægilega vel. Sofnuðum um 10 leytið og vöknuðum hress daginn eftir.

Annars eru strákarnir að byrja í fríi á mánudaginn og verða í 2ja vikna fríi. Ég auglýsi eftir einhverjum til að koma hingað og hanga með mér á rólóum bæjarinns. Það er nefnilega svo ægilega leiðinlegt að haga yfir þeim ein, þó yndislegir séu.

Sumarið ætlar bara ekkert að koma hingað til DK, þetta er nú meiri leiðindin en svona er þetta !!! Ég kem nú allavegana einhverju í verk hérna heima á meðan ég hangi ekki úti í sólinni. Er búin að taka til í geymslunni og alles. Júhú eins og Guðni segir títt þegar eitthvað sniðugt bera á góma.

Engin ummæli: