Talþjálfarinn
kíkti á Guðna í dag og ég var með. Hann skorar töluvert hærra á íslensku, en samt ekki nógu hátt. Það er ekki alveg víst hvaða hjálp hann fær, en það kemur í ljós í vikunni. Ég er alveg búin að gera þeim grein fyrir að ég vil að hann fái talþjálfun og aðstoð. Vonandi gegnur það eftir ;-)
Helgin var svolítið skrítin hjá okkur. Gummi var ekki heima á laugardaginn, hann var í köben á einhverju "námskeiði" sem ég held að hafi verið dulbúið djamm. En ég var hrikalega dugleg, fór með strákana á róló, í ræktina og svo í afmæli til Soffíu sem varð 20 ára. Eftir afmælið brunuðum við niður á höfn að sækja Gumma.
Á sunnudeginum fór ég og hitti strákamömmurnar á róló. Það var ægilega huggó og strákarnir skemmtu sér konunglega. Karen og Grétar komu svo í mat um kvöldið, gott að enda helgina á að borða með góðum vinum :-)
Annars er allt fínt að frétta héðan, veðrið er ÆÐI og haustlitirnir eru ótrúlega fallegir. Við erum dugleg í ræktinni og verðum vonandi ÖFGA mjó næst þegar við komum til Íslands. Gaman að því !
þriðjudagur, september 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli