fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Blómin
sem Gummi kom með heim handa mér eru ÆÐI, hann vorkennir mér svo hryllilega að vera að lesa að það hálfa væri nóg. Reyndar vorkenni ég sjálfri mér líka alveg hryllilega mikið þannig að...... en þetta helv*** er rétt að byrja, öll næsta vika og hálf vikan þar á eftir. Ansans.

En annars er allt gott að frétta, það er vejfest á laugardaginn. Þá hittast allir í götunni og gera eitthvað sniðugt saman. Það er stíft prógramm frá kl 14 um daginn og alveg passað að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Við eigum að sjá um að skemmta litlu börnunum og ég er búin að kaupa andlitsmálingu og spaða sem þau eiga að kasta á milli sín blöðrum með. Svo er íþróttakeppni fyrir fullorðna og alles. Um kvöldið er svo borðað saman og það er bar með bjór þar sem hægt er að kaupa ódýran bjór. Ágóðinn af barnum fer svo í að borga niður matinn, þannig að allir græða. Sniðugir þessir danir. Við erum samt svona nett stressuð, en þetta er nauðsynlegt fyrir okkur að kynnast nágrönnunum. Það er auðvitað líka gott að æfa sig í dönskunni ;-) þetta verður bara gaman ´ik eins og danirnir segja !

Engin ummæli: