þriðjudagur, desember 13, 2005



Julemusen kom í heimsókn til okkar í gær, en hún kom heim með Guðna af leikskólanum. Þetta er hrekkjótt mús sem gerir skandala. Á þessu heimili litaði hún mjólkina bláa og setti rúsinur í smjörboxið. Það fannst strákunum sniðugt.

Það er annars gaman að sjá hvað Einar er að fatta þetta allt saman í fyrsta sinn, núna man hann eftir því að opna jóladagatalið og kíkja í skólinn. Svo er hann farinn að óska sér allskonar dýrgripi í jólagjöf, s.s gameboy og turtelkall. Það verður spennandi að sjá þá opna gjafnirnar á aðfangadagskvöld.

Annars er julehygge út um allan bæ, í vinnunni hjá Gumma, í leikskólanum hjá strákunum (báðum deildum) og svo á taleinstetutet. Brjálað að gera,+ það að þvotturinn þvær sig ekki sjálfur frekar en fyrri daginn. Ég hélt að ég fengi svo æðislega mikinn tíma þegar önninn væri búin en mér finnst bara ennþá allt vera á haus. Kannski er það bara ég sem er á haus !

Engin ummæli: