Framhaldssagan með ofninn
Það kom rafvirki og kíkti á ofninn, ég þurfti að borga honum 300 dkr fyrir að segja mér að hann hefði verið vitlaust tengdur ! NÚ er það ! Frekar fúlt, þannig að núna eigum við þennan fína ofn og hann virkar fínt þó að hann sé ekki með blæstri. Ekkert mál !
Annars gaf sæti maðurinn minn mér áskrift af gestgjafanum og ég verð nú bara alveg að mæla með því blaði. Síðasta blað var sérstaklega velheppnað en í því voru hversdagsuppskriftir, frekar góðar og girnilegar. Þannig að núna er eingöngu veislumatur á borðum hérna ;-) Ekki amalegt það !
Einar Kári verður heima næstu daga en hann er með börnesår, ég hef ekki hugmynd um hvað það er á íslensku en þetta er allavegana bráðsmitandi baktería. Skemmtilegt eða hitt þó heldur.
Ég er sem betur fer búin í skólanum og sit heima og er að klára ritgerðina. Ég var að draga hana fram eftir nokkurt hlé, ég komst að því mér til skelfingar að það eru 2 bls sem ég hef skrifað og ekki vitnað í neitt. Það lítur út fyrir að ég hafi skáldað stóran hluta af fræðilega kaflanum, ég veit vel að ég skáldaði hann ekki en ég finn ekki heimildina ! Furðulegt ! Það er bara púff eins og hún hafi gufað upp. Þegar ég sagði Gumma frá þessu þá sagði hann bara; " já spáðu í hvernig mér líður, ég man aldrei neitt". Í mínu tilfelli lagast þessi gleymska, vonandi fyllist upp í götin á heilanum eftir nokkra mánuði. Þessi ólétta er greinilega stór hættuleg, kannski Gummi sé bara svona eins og eilífðar óléttur. Hver veit, það skýrir samt ýmislegt. Say no more !
miðvikudagur, maí 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli