Erum komin heim til Íslands
og það er æði ! Ferðin var löng og ströng, en sem betur fer var frúin búin að jafna sig á veikindunum. Ég var nefnilega ógeðslega veik á föstudaginn, lá uppi í rúmi allann daginn og gat mig ekki hreyft. Þannig að Gummi þurfti að sjá um allt. Svo vaknaði ég bara svona svakalega hress á laugardagsmorguninn -sem betur fer-. Við fórum í lestina kl 6 um morguninn að dönskum tíma og vorum komin í Barmó kl 16 að ísl tíma. 10 klst ferðalag það !
En við hittum tengdó á kastrup sem voru okkur samferða til Íslands. Einar sat í góðu yfirlæti á milli þeirra á leiðinni, svo góður og sætur ;-) En ekki hvað.
Svo skelltum við okkur í afmæli til Möggu Móðu, systur ömmu Hildar. Það var rosalega gaman, og sérstaklega fyrir krakkana en stelpurnar hans Einars -hann segir alltaf; ég á stelpur á Íslandi, þær heita Júlía Kristín, Ninja og Jónína- voru það líka og það var hátið í bæ, bæði fyrir börn og fullorðna.
Framundan eru svo heimsóknir og hugguleg heit. Ætli við viljum nokkuð fara til baka ?
sunnudagur, febrúar 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli