7 dagar í fjölgun
og ég held bara þrátt fyrir almennan hressleika og kátínu þá nennum við þessu ekki aftur. Þetta verður komið gott.
Maja föðursystir hans Gumma og Gvendur maðurinn hennar komu í heimsókn á sunnudaginn og það var rosalega gaman að hitta þau. Þau stoppuðu næstum því allan sunnudaginn. Alltaf gaman þegar fólk gefur sér tíma til að kíkja við í sveitina.
Hafdís vinkona kom líka í heimsókn og gisti í 2 nætur. Hún kom færandi hendi, með föt frá Eydísi vinkonu handa litla manninum og náttl fullt af slúðri. Það var leiðindaveður en það skemmdi s.s ekki mikið fyrir okkur þar sem H&M var skannað vel og vandlega.
En annars er bara allt að smella, fötin, vagninn, bílstólinn, skiptiborðið og allt það komið í hús. Meira að segja búið að kaupa snuð, það má alltaf lifa í voninni.
föstudagur, júlí 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli