Komin til Køben og tad er ÆDI !
Ferðin gekk vel og við vorum komin hingað síðdegis á laugardeginum. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur í bílnum á leiðinni. Algerar hetjur !!!
Á sunnudeginum slöppuðum við af, fórum í smá bíltúr og skelltum okkur svo í bíó. Strákarnir fóru á Robotterne en ég fór á danska mynd sem heitir Den store dag og er æðisleg !! Við skoðuðum síðan aðeins Fisketorvet, fengum okkur að borða sveitta borgara og alles. Jömmí ;-)
Í dag kíktum við svo í dýragarðinn við vorum nú ekki svikin af því. Rosalega er alltaf gaman að skoða dýrin, við erum alltaf hrifnust af öpunum og ljónunum. Það er eitthvað svo gaman að sjá apana sveifla sér í trjánum og ljónin eru eitthvað svo tígulleg. Hrikalega flott. Strákarnir fóru meira að segja á "hestbak" smá rúnt. Það var náttl mikið sport ;-) Því miður eru engar myndir til af þessum frábæra degi, það klikkaði eitthvað að taka hleðslutækið með :-/
Annars erum við ákveðin í því að taka það rólega, hvíla okkur og hafa það gott. Borða góðan mat og gera skemmtilega hluti. Þetta er jú svona smá útlönd að vera hérna í Cph, og það er toppurinn að vera í íbúð í hverfi þar sem maður þekkir sig til í. Heppin við að eiga svona frábæra vini ;-)
Á morgun er svo stefnan tekin niður í bæ, ætlum að sigla kanalana, sjá verðina skipta um vakt hjá Höllinni og kíkja aðeins á strikið.
mánudagur, mars 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli