föstudagur, mars 18, 2005

Lítið að frétta

Það er bara föstudagur í okkur öllum, Gummi er á vinnudjammi og við strákarnir fengum okkur heimatilbúna pizzu og kók. Svo er nammi og disney. Ekki leiðinlegt það ;-)

En vikan er búin að vera strembin, ég var að skila stóru verkefni í skólanum. En ég var með danskri bekkjasystur minni að skrifa um börn innflytjenda. Spennandi. En við skiluðum af okkur í gær og svo er flutningur verkefnisins á þriðjudaginn eftir páska.

Við erum svo að fara til Köben á morgun. Gunni og Þórarna vinir okkar sem búa þar, eru að fara til íslands um páskana og voru svo sæt að lána okkur íbúðina sína um páskana. Það er svo gaman að komast öðru hvoru til Köben, fara í dýragarðinn og tívolíð og svona.

Við fengum meira að segja sendingu í gær, 4 lítil páskaegg og síðustu Idolspóluna. Þannig að við erum vel sett um páskana með nammi og skemmtiatriði.

Annars var Einar að tala um mikið alvörumál við mig. Hann sagðist nefnilega ekki vilja eiga danska kærustu. Hann á nefnilega svo margar kærustur á Íslandi að hann vill ekki að stelpurnar á leikskólanum hérna í danmörku séu að kyssa hann. Jáhá ! Það er nefnilega það !

Engin ummæli: