fimmtudagur, júní 16, 2005

Sumar og sól

og svaka stuð. Á sunnudaginn fór Gummi með strákana í heimsókn til Sigga og Hafdísar, ég notaði hinsvegar tækifærið og hvíldi mig vel og lengi (en samt ekki í fatahengi !)
Mér skilst að það hafi verið mikið grín og mikið gaman. Þau skruppu inn til Odense að kíkja m.a á húsið sem Reynald, Sella og Ósk bjuggu í þegar Reynald var í tæknifræðinámi. Gummi stóð sig bara vel í myndamálunum og það eru fullt af myndum á myndasíðunni.

Einar Kári er að fara að byrja í talþjálfun á taleinstituttet í haust. En hann fer þangað 2x í viku í þjálfun. Þetta er voðalega fínt prógramm en það eru 6 börn í hóp og 3 fullorðnir sem vinna með hópinn. Starfsfólkið samanstendur af talmeinafræðingum, sálfræðingum, iðjuþjálfum og sjúkraþjálfum.
Við fórum s.s á kynningarfund á þriðjudaginn, við vorum fyrirfram ekkert spennt fyrir þessu og vorum hálfpartinn búin að ákveða að sleppa þessari þjálfun þar sem Einari hefur farið svo rosalega fram síðan hann byrjaði á nýja leikskólanum. En við ákváðum samt að fara og kíkja á hvernig þetta liti út og hvað væri í boði. Við kolféllum fyrir staðnum, starfsfólkinu og starfinu sem er unnið þarna. Ekki skemmir fyrir að Einar er byrjaður að suða um að fá að byrja í skóla, honum finnst mjög flott að vera að fara í æfingarskóla 2x í viku og getur varla beðið eftir því að byrja.
Það gengur ekki eins vel að fá hjálp fyrir Guðna, en við fórum á fund með félgasráðgjafa í gær sem skilur ekkert í þessu að barnið sé ekki búið að fá hjálp þrátt fyrir að það sé búið að rannsaka hann hátt og lágt. Það er ekki eins og sérfræðingarnir séu ekki sammála okkur um að það þarf að hjálpa drengnum og það sem fyrst. Erfitt og þungt kerfi hérna í Dk.

Annars er það helst að frétta af mér og bumbus að ég er orðin mjög ólétt og komin með bjúg, farin að sofa ílla á nóttunni og alles. Ekki skemmtilegt, en ekki nema tæpur mánuður eftir. Jey !

Engin ummæli: