mánudagur, júní 27, 2005


Sankt Hans dag.

Var á fimmtudaginn, eftir velheppnaða bæjarferð og matargarðveislu hjá Júlla og Sölku þá var Skt. Hans brenna á sameiginlega svæðinu hérna í götunni. Krökkunum fannst þetta náttl hin besta skemmtun.

En það er búið að vera bongoblíða undanfarið, hitinn hefur alveg farið upp í 30° og við kvörtum ekki. Ég fór með strákana á ströndina á föstudaginn, sótti þá snemma í leikskólann og við nutum þess að hanga í sólinni og slaka á. Eða sko ég slakaði á, en þeir djöfluðust í vatninu.

Helgin er búin að vera hugguleg, Gummi er eins og fyrri daginn búin að hamast úti í garði. Þetta frímerki okkar er alveg ótrúlega tímafrekt í tiltekt. En þetta er allt að koma.
Við kíktum líka aðeins á útsöluna í Magasin á laugardagsmorguninn og svakalega finnst okkur gaman að versla þar ! Þetta er bara æðisleg búð, og ég segi þetta ekki afþví að Íslendingar eiga hana, hún hefur alltaf verið uppáhaldsbúðin okkar alveg síðan við bjuggum í köben um árið. Það verður spennó að sjá hvað þeir bónusfeðgar ætla að breyta og bæta.
En við gerðum kjarakaup að venju en það sem sló algerlega í gegn hjá okkur var luxuspakki fyrir 4, en það var poki með 4 nautasteikum, reyktum laxi, brieost og 2 rauðvínsflöskum á 150 dkr. Bara snilld !

Heiðbrá átti afmæli í gær og bauð okkur í mat. Mótorhjólið hans Einars frænda vekur alltaf mikla lukku og Einar Kári spyr reglulega hvenær við ætlum að kaupa okkur svona fínt mótórhjól. Humm, það verður nú fátt um svör !!!


Posted by Hello

Engin ummæli: