Ég er búin að átta mig á hvert mitt hlutverk í "fríinu" hans Gumma er, en það er að hvetja hann áfram og peppa hann upp til ýmissa afreka. En hann er búin að vera ægilega duglegur, laga símasnúrurnar, festa upp hillur, bæsa loftið í stofunni og er að fara í gang með að mála stofurnar. Jiiiiii hvað það verður flott hjá okkur. Hann er núna í CPH á námskeiði og ég held að honum finnist bara fínt að komast aðeins út af heimilinu ;-)
Strákarnir eru allir fínir og sætir. Jón Gauti er farinn að setja hendurnar meðvitað upp í sig og hjalið verður háværara og skemmtilegra.
Stóru strákarnir fóru til tannlæknis í morgun, þeir stóðu sig eins og hetjur. Fengu verðlaun fyrir 0 holur. En Einar Kári er svolítið hræddur við holur og karíus og baktus. Þetta var auðvitað allt fest á "filmu" (það er náttl engin filma í digitalvélinni okkar) en það er eitthvað pikkles í gangi með að færa myndirnar yfir á tölvuna þannig að myndasýning bíður betri tíma.
Núna eru bara nokkrir dagar í Ísland og við erum orðin mjög spennt að hitta alla. Dagskráin er að verða fullbókuð og við sjáum fram á pakkaða dagskrá og nóg að gera.
Skólinn er á fullu og ég verð að segja að mér finnst 7 einingar í það mesta ef ég á að ná að sinna öllu hinu líka. Sérstaklega ef maður er með einkunnasýki en ég verð að drífa mig að lækna mig af henni ef ég á ekki alveg að fara yfirum.
Einar Kári er með svo lítið hjarta, ég var að fara lesa fyrir svefninn um daginn og ég var eitthvað þreytt þannig að ég valdi stutta bók Palli var einn í heiminum. Einar fór að hágráta þegar hann sá hvað ég hafði valið og sagðist ekki getað hugsað sér að hlusta á hana hún er nefnilega svo hræðileg endurtók hann í sífellu uns ég hætti við. Það hafði mér aldrei dottið í hug, Palli hræðileg ! En svona var pabbi hans líka, ekki hefur hann þetta frá mér :-)
miðvikudagur, október 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli