föstudagur, maí 20, 2005

Íslandi út en Danmörk inni

Þannig að við höldum bara með dönum á laugardaginn. Það er nú ekki það versta ! Annars erum við líka smá hrifin af norðmönnunum þó það væri ekki nema fyrir búninginn og varalitinn. Og það þora að vera öðruvísi, það er cool.

Annars finnst mér danir oft ekkert cool, ég var að foreldrafundi og það var verið að ræða "kostordning" en við þurfum að smyrja nesti á hverjum degi. Frekar þreytandi......ég og nokkrir aðrir foreldrar viljum borga 300 dkr á mánuði til þess að börnin okkar geti fengið heitan mat í hádeginu.
Það var kosið eins og siðuðu fólki sæmir en valmöguleikarnir voru;
  • Já ég vil hafa heitan mat og borga fyrir það.
  • Nei ég vil ekki hafa heitan mat og borga fyrir það.
  • Nei ég vil ekki hafa heitan mat nema að ALLIR velji að fá heitan mat.

Það eru 60 börn á leikskólanum og það voru 53 sem sögðu já, 7 sem sögðu nei. Ok þá hefði maður haldið að það kæmi heitur matur.........neiii aldeilis ekki því að 45 sögðu; nei ekki nema að ALLIR velji heitan mat. Þar með var þessi tillaga felld. Ég gætir brjálast á þessu viðhorfi dana, allir verða að vera jafnir, sumir eru bara aðeins meira jafnir en aðrir ! Arg ! Fáránlegt að láta minnihlutann ráða.

Hver segir líka að við séum öll eins, afhverju má fólk ekki skera sig úr. Afhverju mega börn ekki læra það að bera virðingu fyrir því að við höfum val í lífinu og það velja ekkert allir það sama. Akkuru, akkuru ! Skil' ed ekki !

Annars er lítið að frétta af eldavélamálunum, ég fékk reyndar rafvirkja til að tengja vélina fyrir okkur. Ég stalst til að segja honum að ég hefði tengt hana, (æi það er bara svo fyndið að sjá svipinn á svona körlum þegar maður segist gera eitthvað svona karlaverk) mér myndi náttl aldrei detta í hug að tengja eldavél, en tilhugsunin er fyndin. Sérstaklega afþví að ég er með SVO stóra bumbu að það er varla séns að ég hafi geta bograð yfir þessu. Múhahaha. En hann útskýrði mjög vandlega fyrir mig að maður MÁ ekki tengja 330 volt í 220 volta vél, ég sagðist LOFA að passa mig í framtíðinni þegar ég væri að tengja ;-) En eldavélin virkar s.s allt nema viftan, en ég hringdi í Elkó og sp um að þeir reddi því. Sjáum til, það kemur einhver á mánudaginn. Vélarskrattinn er nefnilega í ábyrgð, enda ekki nema nokkra daga gömul.

Annars er helgin framundan, við erum búin að lofa drengjunum að fara með þá á MacDonalds, spennó. En ég býst við að við pínum þá til að koma með okkur í nokkrar búðir áður.......svona svo að þeir eigi pottþétt skilið að fara á MacD.

Góða eurovisíon helgi.

Engin ummæli: