Komin heim
Eftir æðislegt frí, við fórum til Beru frænku okkar á föstudaginn langa. En hún og maðurinn hennar eiga 3 stráka, Kára, Ívar og Egill. Það var mjög gaman að hitta þau öll, stráknum fannst dótið á heimilinu geðveikt, og Einar er búin að suða um að fá að hitta frændur sína aftur. Ég held að það hafi eitthvað með Bayblade að gera. Humm, en það er nýjasta æðið hjá strákunum.
Á laugardaginn kíktum við niður í Lyngby, tékkuðum á Magasíni og svona. Um kvöldið fengum við svo matargesti, Birgi eðlisfræðing og kærustuna hans. Það var svaka stuð !
Sunnudagurinn var heimferðardagur, við kíktum niður á strik. Fengum okkur að borða og rölltum um. Púff það var sko nóg af fólki þó að það væri sunnudagur, við erum ekkert allt of hrifin af svona mikill mannmergð :-/ Við tókum bátinn heim um kvöldið og vorum annnnnnnnnsi þreytt þegar við komumst í hús.
Á mánudaginn var ráðist á þvottafjallið mikla sem var eftir ferðina, pjúff hvað það fylgir okkur alltaf mikill þvottur. Við þyrftum að eiga svona risastóra hótelþvottavél sem tekur að minnsta kosti 10 kg. Þá væri stuð í þessu !
Einar Baldvin frændi bauð okkur svo í mat, pásalæri með tilheyrandi gúmmulaði. Ekki leiðinlegt það !
Í dag fór svo allt á fullt, eins og hjá öllum hinum. Gummi í vinnuna, strákarnir í leikskólann og ég í skólann að halda fyrirlestur um verkefni sem ég var að gera. Alltaf nóg að gera á stóru heimili :-)
þriðjudagur, mars 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli