sunnudagur, maí 08, 2005

Lasarus

hann Einsi minn afmælisbarn er lasinn. Svo lasinn að hann lá upp í rúmi í móki mest allt afmælið ! Ekki skemmtilegt það. Við gáfum honum smá verkjastillandi þannig að hann hresstist nógu mikið til að koma niður og blása á kertin og leika smá.
En það er alveg ótrúlegt með Einar Kára að hann er alltaf veikur þegar eitthvað er að gerast í fjölskyldunni. Afmæli, jól eða utanlandsferðir, þá er hægt að bóka að barnið er með um 40° hita og allt í volli. Hvað er hægt að gera við þessu ?

Það eru komnar myndir inn á albúmið undir Nýtt albúm. Tékk it out !

Engin ummæli: