miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Afmælið búið og núna ræður Guðni ekki lengur. Maður fær nefnilega að ráða þegar maður er afmælisbarn, fær að fara fyrst inn í bíl og svona. Það er nefnilega mikið atriði þegar maður er 4 og 5 ára, *dæs*.

Krakkarnir af deildinni komu í pizzupartý, Gummi bakaði 4 plötur af pizzu sem kláruðust eins og vindurinn. Svo skreytti hann súkkulaðiköku með batmankremi, það sló í gegn. Furðulegt hvað þetta var lítið mál að fá allan þennan skara heim. Reyndar sáu leikskólakennararnir um alla praktisku hlutina þannig að eina sem við þurftum að gera var að uppvarta. Það eru komnar myndir af herlegheitunum á netið.

Í gær fór Einar Kári svo að skoða fritidshjemmet sem hann verður vonandi á næsta vetur. Honum leist mjög vel á það en honum líst enn betur á að fara að lesa og skrifa. Það finnst honum verulega spennandi ! Í gærkvöldi fór ég svo á fund í skólanum hans þar sem var verið að ræða við okkur foreldra barna sem byrja næsta haust í skólanum. Mér leist mjög vel á þetta, þetta er reyndar stór skóli með um 800 nemendur en þeim er deilt niður í 4 hús og það er reynt að hafa börnin í sama húsi alla skólagönguna. En við erum öll orðin mjög spennt fyrir þessu skóladæmi.

Annars er lítið að frétta, fór í munnlegt próf í gær og fékk 9. Mjög ánægð með það, er að sjá fram á annarlok og það er mikill léttir. Hef á tilfinninguna að ég hafi allan tímann í heiminum, tíhí.

Engin ummæli: