Aldur er viðkvæmt hugtak hérna á Flintó.
Guðni Þór er nefnilega búin að finna góða leið til þess að stríða bróður sínum. Hann "segist" vera 5 ára og setur 5 fingur í loftið. Þá verður Einar Kári ægilega leiður afþví að hann er svo akkúrat týpa og hann veit að Guðni er bara 3ja en hann er 5 ! Þetta finnst Guðna náttl alveg óendanlega fyndið en veit ekkert skemmtilegra heldur en að stríða bróður sínum og okkur hinum. Það er alveg magnað hvað hann getur tjáð sig þó að hann kunni í mesta lagi 30 orð. Gaman að þessu, eða það finnst Guðna að minnsta kosti.
Við hin erum hress og kát, Gummi er búin að vera taka til í geymslunni og setja upp á háaloft. En við vorum að fatta e 1 og hálfs árs búsetu hérna að það er háaloft ! Glæsilegt !
Annars eru vinir okkar Magga, Óli, Salka og Júlli að flytja heim til Íslands en Gummi og Einar Kári fóru að hjálpa þeim að setja í gáminn. Þeirra og strákana þeirra verður sárt saknað, en svona er lífið. Áður en við vitum af þá verðum við komin í heimferðarhugleiðingar.
Jón Gauti heldur áfram að vera á spariskónum, hann er bara algert ljós. Ég er öll að koma til, fór meira að segja í göngutúr í gær og í dag. Var reyndar gersamlega búin á því eftir, en það er svo gott að fá smá súrefni.
Á mánudaginn er svo leikskóli og vinna, ég held að það verði bara fínt fyrir okkur öll.
miðvikudagur, júlí 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli