föstudagur, janúar 28, 2005


Þetta er hann Einar Kári hlaupabólustrákur. Hann er nú alveg með á hreinu afhverju hann er með hlaupabólu en það er afþví að hann hljóp svo rosalega hratt inni í fællessal. Einmitt þá vitið þið það kæru vinir, aldrei hlaupa of hratt.

En okkur var einmitt boðið í afmæli í gær til hennar Emilíu sem varð 5 ára. Það var auðvitað mikil tilhlökkun og spenna en Einsi var allt allt of lasinn til að mæta. Gummi var að vinna lengi og því hljóp draumabarnapían í skarðið fyrir okkur. Hann Grétar kom og reddaði okkur svo að við Guðni og Karen gætum farið í afmælið. Við vorum ekki svikin af veitingunum og þökkum fyrir okkur ;-)

Framundan er svo helgin og einhver boð. Vonandi komumst við ;-) en enn meira vonum við samt að Guðni fái líka hlaupabólu, íllu er best aflokið !

Engin ummæli: