Pólland er mjög spes land, svo ekki sé annað sagt.
Þetta er land öfgana, á götunum eru ótrúlega flottir bílar en líka mestu druslur sem við höfum séð. Reyndar keyra þeir pólverjar sem urðu á vegi okkar alveg eins og brjálæðingar, það skipir litlu máli hvað reglur eða ljós segja, það bara spurning um að vera nógu kaldur og láta sig vaða yfir ! Ég er ekki nógu köld til að getað keyrt í þessu brjálæði, en Gummi var farinn að keyra eins og alvöru pólverji eftir vikuna. Hrikalegt alveg !
Við vorum í íbúð inni í miðju íbúðarhverfi, það var sjarmerandi að fara í bakaríið á morgnana að kaupa brauð. Sjá fólkið fara í vinnu og konurnar rölta með barnavagna. En svo 5 mín frá okkur var RISA kringla en hún var amerískt stór, alveg HUGES. Frekar skrítið að labba inn í svona amerískan heim eftir að hafa gengið á gangstéttum sem voru meira eða minna brotnar og íllafarnar. Umhverfið allt frekar trist en fólkið (þá sérstaklega konurnar) fallega klætt og snyrtilegt. Maturinn sem við fengum var æði og kostaði lítið. Mæli með honum, en borgin Stettin er kannski ekki svo spennandi en samt sem áður gaman að hafa komið til Póllands.
Við kíktum yfir til Berlínar en það er í ca 1 klst fjarlægð frá Stettin. Berlín er alltaf æðisleg og við vorum alveg jafn hrifin eins og fyrir 5 árum þegar við vorum þar síðast. Það hefur verið heilmikil uppbygging á þessum tíma . Við fóru í dýragarðinn og út að borða á Kúdam.
Annars var þetta ágætisfrí, notuðum tímann vel, hvíldum okkur og vorum í rólegheitum með strákunum. Vorum heppin með veður þannig að það var hægt að vera úti á kvöldin berfættur í stuttermabol. En sama hversu gott frí er þá er alltaf best að vera komin heim.
Fullt af nýjum myndum á netinu.
mánudagur, september 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli