fimmtudagur, júní 02, 2005

Hitamet í maí.

Var á laugardaginn, við fórum á uppáhaldsströndina okkar sem er við Silkeborg. Vorum þar allann daginn í rólegheitum og 30° hita. Vatnið er reyndar alveg ÍSkalt ennþá en strákarnir létu það ekkert á sig fá frekar en fyrri daginn. Um kvöldið kom svo Baldvin frændi í pössun og gistingu.

Annars hefur vikan verið fín, ég fór í mæðraskoðun og allt er eins og það á að vera. Blóðþrýstingurinn er fínn og enginn bjúgur. Verst að ég er með klemda taug sem leiðir niður í fót. En það eru bara 6 vikur eftir þannig að........ég hlýt að lifa þetta af.

Hilmar frændi hans Gumma kíkti svo til okkar í gær, en hann var í viðskiptaferð fyrir Sæplast fyrirtækið sem hann vinnur hjá. Hann var s.s fyrsti næturgestur ársins og við vorum þvílíkt spennt að fá hann........eins og við hefðum aldrei fengið gestir áður ;-)

Guðni er hættur með bleiu hérna heima, hann er ekki alveg tilbúin í að hætta á leikskólanum strax en um leið og veðrið verður betra þá fær hann að stripplast meira. Þannig að þetta rennur saman, hann að hætta með bleiu og litla barnið að fæðast. Þannig að ef litlinn verður 3 ár með bleiu þá verðum við Gummi búin að vera stanslaust með bleiubörn í 8 ár. Geri aðrir betur ! Ætli maður fái verðlaun eða eitthvað ?

Engin ummæli: