Fælleshreingerning
var hérna í götunni í gær. Það er alltaf mikil stemning og stuð ! Reyndar þurfti frekar lítið að gera í ár, en það þarf samt alltaf aðeins að sópa og gera huggó. Þetta er fínt tækifæri til að hitta alla nágranana, það eru t.d nýflutt hingað hjón með strák á sama aldri og Guðni. Það verður fínt fyrir hann að fá líka leikfélaga, þá þarf hann ekki alltaf að hanga í Einari og hans vinum.
Það er rosalega gaman í skólanum, ég er núna í socialfag sem er hálfgert félagsráðgjafarfag. Ekki það að við eigum að starfa sem félagsráðgjafar, heldur er verið að kynna okkur helstu reglur og hvernig þær eru notaðar. Ég held að á íslandi heiti fagið fjölskylda og barnavernd. En við erum búin að fá fyrirlestra um misnotuð börn og brotnar fjölskyldur. Svo dreymir mig þetta auðvitað allar nætur. Ekki alveg eins huggulegt, en merkilegt fag engu að síður.
Einar er alveg að brillera þessa dagana, ekki nóg með að hann hjóli eins og herforingi án hjálpardekkja heldur prílar hann í öllum trjám. ÖLLUM ! Hann er nefnilega búin að vera í hugrekki þjálfun hérna heima og í leikskólanum, afþví að hann var svo mikil mús. En núna er hann greinilega orðin LJÓN og nýtur þess í botn. Pabbi hans er reyndar ekki alveg jafn ánægður með þetta, en ég bíð spennt eftir að sjá viðbrögð Gumma þegar hann mætir syninum í 3M hæð. Hvor ætli paniki meira ?
En við erum að hugsa um að smella okkur í Legoland í dag, það er hlýtt en enginn sól. Strákarnir eru búnir að suða um þetta svo lengi þannig að það er ágætt að nota tækifærið ;-)
sunnudagur, maí 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli