mánudagur, mars 07, 2005

Grensubúðinn, bíó og matarboð.

Við skruppum í grensubúðina niður við landamæri þýskalands á laugardaginn. Við höfum aldrei farið áður og vorum orðin mjög svo forvitin um hverskonar búð þetta væri. Ég sá fyrir mér að ég gæti valsað um og dundað mér við að skoða allskonar girnilega hluti á meðan Gummi smakkaði rauðvín. Ó nei aldeilis ekki, þetta er hræðileg verslun, fólkið treðst og treðst. Allir ógeðslegar gráðugir í ódýrt brennivín og sælgæti. En við gátum nú tekið þátt í þessu og keyptum fuuuuullt af bjór og gosi.

Svo kíktum við inn til Flensburg, sem er kósi lítill þýskur bær. Þar fórum við á æðislegan ítalskan veitingastað. Nammi namm, en það var algerlega ferðarinnar virði að enda þar ;-)

Á sunnudaginn fór Gummi með strákana í bíó en þeir fengu það sem verðlaun fyrir að hafa verið svo duglegir að sofa í sínum rúmum alla nóttina. Það var kominn svolítill ruglingur á þetta eftir Íslandsferðina og þeir voru að koma inn til okkar allt að 10x á nóttinni. Ekkert sérlega skemmtilegt !

Á meðan þeir voru í bíóinu kláraði ég að þrífa kofann og undirbúa matarboðið sem var um kvöldið en Karen, Grétar, Óli og Magga og co komu í kvöldmat. Það var mikið spjallað og mikið hlegið. Gaman að hittast svona á sunnudögum þeir eru svo dauðir hérna í DK, allt lokað og svona.

En annars eru stákarnir heima í dag, Einsi var með hita í nótt og Guðni er hóstandi þannig að það var ekki annað í boði en að halda þeim heim. En það er nú líka kósi að lengja helgina öðruhvoru ;-)

Það er líka nýjar myndir í albúminu, klikkið á myndir og þá fáið þið að sjá dýrðina ;-)

Engin ummæli: