þriðjudagur, janúar 25, 2005
Þeir eru lasnir strákanir, það var hringt af leikskólanum og við beðin um að sækja þá. Elsku karlarnir, en núna liggja þeir saman uppi og horfa á sjónvarpið. Svo mikil krútt.
Annars vorum við á maraþonfundi í leikskólanum þeirra þar sem var verið að ræða tungumálaerfiðleika þeirra. Það er öllum hulin ráðgáta hversvegna svona vel fúkerandi drengur eins og Guðni skuli ekki tala. Á fundinum voru fyrir utan okkur sálfræðingur, talmeinafræðingur, leikskólastjórinn og leikskólakennari. Mjög áhugavert.
En Einar fer í sérstakan málörvunarhóp 2x í viku, sá hópur er á vegum ráðgjafamiðstöðvarinnar. En það verður ekki fyrr en eftir 3-4 mánuði. Spennandi að sjá !
Annars erum við hress þrátt fyrir kulda og hor. Það lagast eins og allt annað ! ´ik eins og danirnir segja ;-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli