miðvikudagur, mars 23, 2005

Köben er enn æði !

En við fórum niður í bæ í gær, fyrst kíktum við á vaktaskipti hjá varðmönnum drottingarinnar. En þeir skipa um vakt kl 12 á hádegi. Það var stappfullt af fólki, svaka stuð. Strákunum fannst þetta nú reyndar ekkert sérlega merkilegt, Einar var mest svekktur yfir því að okkur skyldi ekki vera boðið í kaffi til drottingarinnar. Fuss og svei, að tíma ekki að splæsa á mann eins og einum kaffibolla. Það fannst honum furðulegt !

Eftir höllina fórum við á veitingastað niður í bæ, strákarnir eru orðnir svo stórir og duglegir að það er ekkert mál að fara út að borða með þá. Við fengum æðislegan mexicóskan mat. Nammi namm, rölltum aðeins um strikið, keyptum okkur ís og svona.

Svo fórum við í siglingu um kanalana, en það er skemmtun sem við mælum með. Kostar lítið og er ótrúlega gaman. Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá nýja óperuhúsið sem danir eru nú ekkert allt of ánægðir með, segja að það líti út eins og risastór flugstöð. Við ætlum nú ekkert að dæma um það ;-)

Í dag ákváðum við að taka það rólegt hérna í Virum í dag. Rölltum út í næsta Fíat umboð að kíkja á Multiple, sem er sniðugur fjölskyldubíll fyrir svona stóra fjölskyldu eins og við erum að verða. Við fengum að prufukeyra bílinn og Einar Kári var MJÖG ánægður með hann. Hann er nefnilega svodan bílakarl og vill helst ekki kannast við bílinn okkar. Sem er s.s skiljanlegt þar sem hann er nú ekkert mikið fyrir augað blessaður ;-)
Einari fannst bara rugl að vera að skila Multiplenum til baka og vildi ólmur kaupa hann á staðnum. Við reyndum að útskýra fyrir honum að svo klikk værum við nú ekki, og við vildum gjarnan eiga kannski aðeins meiri pening áður en við keyptum okkur nýjan bíl. Ónei ekki til að tala um, nýjan bíl núna, ekki seinna en í gær !!!!

Núna erum við með lambalæri inn í ofni -ekki íslenskt þó !- og erum að hugsa um að "halda" páska á morgun. Á föstudaginn erum við að fara í hádegismat til frænku minnar og á sunnudaginn ætlum við að keyra af stað heim. Og þegar maður er 3ja og 4ra skiptir nefnilega ekki svo miklu máli hvað dagurinn heitir, bara að páskaeggið sé borðað ;-)

Engin ummæli: