1 vikna gamall
Hann Jón Gauti, hann er alveg yndislegur. Alger afmælisútgáfa, sefur, drekkur, pissar og kúkar. Bara alveg eins og lítil börn eiga að vera. Alveg dásamlegur. Ég verð nú alveg að viðurkenna að þegar ég horfi á hann svona lítinn og yndislegan þá langar mig alveg í fleirri börn. En það lagast alveg pottþétt þegar eyrnabólgurnar og matvendnin mætir á svæðið.
Hann er sennilega mest kyssta barnið í Danmörku, allavegna í Århus. Við keppumst öll við að knúsa hann og kyssa þessar fáu mínútur sem hann er vakandi. Baby söd segir Guðni Þór stóri bróðir með væminni röddu. Einar Kári er búin að lofa því að berja alla sem ætla að berja Jón þannig að Jón þarf ekki að óttast bandita.
Gummi súperpabbi þeytist út um allt með strákana stóru svo að mamman fái einhvern frið til að jafna sig. Hann er einmitt í þessum skrifuðu orðum í Legolandi með peyjana. En ég er rétt rólfær um húsið og þarf mikið að hvíla mig, þannig er það nú.
Mamma kom og fór, stoppaði stutt. Fór með strákana niður í bæ og í dótabúð, sagði eins og bara ömmur segja; þið megið fá allt sem ykkur langar í ! Sápukúluvél varð fyrir valin. Mikil hamingja.
Einar Baldvin frændi og fjölskylda komu svo í gær og elduðu handa okkur mat. Ekki slæmt að fá svona þjónustu. Þau ætla svo að koma á laugardaginn og taka stóru strákana í gistingu. Gummi er að fara á mega fótbolta leik, Börsungar á móti einhverjum Jótum, það verður örugglega gaman.
Takk fyrir allar kveðjurnar og hugskeytin ;-) Farið varlega í brjálaðri helgarumferð.
föstudagur, júlí 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli