sunnudagur, september 18, 2005

Mikið að gerast á Flintó.

Einar Kári er kominn heim frá Koloní. Hann skemmti sér að eigin sögn mjög vel og langar alveg að fara aftur. Hann saknaði okkar reyndar smá og það komu tár í augun en það heyrðist ekkert. Þetta sagði hann okkur í bílnum á leiðinni heim þegar við sóttum hann. Hann er bara krútt.

S.l vika er búin að vera alveg klikk, en stæðstu fréttirnar eru samt að Gummi er kominn með nýja vinnu, búin að segja upp gömlu vinnunni. Hann er að fara að vinna hjá PV hérna í Århus og byrjar 1 nóv á nýja staðnum. Skrifstofan hans er 30 m frá gömlu vinnunni, frekar fyndið en öll einkaleyfafyrirtækin liggja við sömu götu hérna í Århus. Gaman að því.

Annars er allt í sömu skorðum, Jón Gauti góður og sætur, ég í skólanum, strákarnir í sínum skóla og Gummi í ræktinni á fullu. Bara allt eins og þetta á að vera.

Einar átti góða setningu í gær þegar pabbi hans var að reka á eftir honum að koma niður. "Pabbi farðu bara inn í herbergi þar sem gestirnir eru þegar þeir koma, og legðu þig í sófanum. Ég er alveg að koma". Pabbi hans varð alveg kjaftstopp við þetta svar, tíhí.

Engin ummæli: