þriðjudagur, mars 01, 2005


Snjór snjór snjór.

Og danir alveg að tapa sér í taugaveiklun út af því. Þeir kunna nefnilega ekki að keyra í snjó þessi grey ! Furðulegur andskoti, svo er verið að sópa allar götur eins og ég veit ekki hvað !!! Þetta er smá snjór sem verður farinn eftir nokkra daga, slakið þið á.

Einar er alveg hissa á þessu og inn á milli þess sem hann minnir okkur á að við erum íslendingar þá talar hann um að danmörk sé að verða alveg eins og Ísland. *Hóst* Veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu. En það er svo krúttó að hann lærði fullt af nýjum frösum á íslandi -þá aðallega af afa Einari, en uppáhaldið hans núna er; svolítið klikkaður !-

Helgin var fín, fullt af gestum, Randers regnskov og fleirra skemmtilegt. Gummi er líka búin að vera í lestrarmaraþoni, við keyptum okkur nokkrar -ok margar- bækur á íslandi og hann er búin að vera lesa þær bækur eftir Arnald Indriða sem hann átti eftir að lesa. Það næst varla samband við hann, þ.e.a.s Gumma ekki Arnald, ég veit ekkert hvernig hann hefur það !

Engin ummæli: