laugardagur, maí 07, 2005

Löng helgi

Er snilldaruppfinning. En hérna í Dk er oftast frí á föstudeginum ef fimmtudagurinn er hátíðisdagur. Allavegana er lokað í leikskólanum.

Við fjölskyldan drifum okkur á grensuna og í Legoland í gær. Það var kannski aðeins of löng ferð fyrir okkur öll, við erum hálf asnaleg eitthvað öll í dag.

Gummi er alveg að rokka þessa dagana, fyrir utan það að hafa gerst áskrifandi af gestgjafanum, þá er hann á gingseni og hann er alveg ofvirkur. Sem fær að njóta sín í ræktinni og garðinum. En hann er alveg að gera garðinn úber flottan. Búin að kanntskera, setja niður blóm og svo erum við komin með kryddjurtagarð. Algert æði !

En gestgjafinn er líka alveg að rokka, þetta er snilldar blað ;-) Mæli með því.

Á morgun er svo fyrsti í afmælisveislu, en þá koma íslensku krakkarnir og foreldrar þeirra í 5 ára afmælið hans Einar. Hálfur tugur, það er ekki svo slæmt !
En á fimmtudaginn er svo alvöru afmælisdagurinn, en þá koma Einar B frændi og fjölskylda í mat um kvöldið. Á föstudaginn koma svo krakkarnir af deildinni hans Einsa í hádegismat, það verður örugglega mikið stuð. Ég vona að myndasíðna verði komin í lag þannig að ég geti sett inn myndir af stuðinu.

Engin ummæli: