Allt að gerast og ekkert að gerast !
Helstu fréttirnar eru þær að Jón Gauti er farinn að snúa sér af maga yfir á bakið, hann verður alltaf jafn hissa þegar hann lendir á bakinu. Dúllan.
Strákarnir eru hressir og kátir, sprækir eins og lækir.
Gummi er í nýju vinnunni og leikfimi, ægilega duglegur. Við varla sjáumst, en það er bara þannig.
Ég er komin með magasár yfir skólanum og ætla aldrei að fara í svona margar einingar aftur í fjarnámi.
Annars bara almennur hressleiki í gangi, erum farin að hlakka til jólanna að geta kúrt okkur upp í sófa með góða bók og nóa konfekt. Við vonumst til að fá margar bækur í jólagjöf, eigum nóa *blikk, blikk*. Svo eru auðvitað 2 afmæli í mánuðnum, Gummi 14 nóv og Guðni 27 nóv. Það verður mjög sennilega glatt á Hjalla og hnallþórur í boði, allir velkomnir.
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli