Komin heim til Århús.
Ferðin heim var svolítið strembin, erfitt að vera 12 klst á ferðalagi. En hvað leggur maður ekki á sig ;-)
Íslandsferðin var æði, við náðum að hitta nánast alla. Allavegana flesta, nokkra í smá stund aðra lengur í mat og alles. En annars vorum við í sundi, bænum og að hitta fólk. Alveg eins og best verður á kosið.
Einari Kára leist svo vel á þetta Ísland að hann vill ólmur flytja aftur. Í hans augum er Ísland núna huggulegheit og hangs. Búa í herbergi hjá ömmu og afa, hafa alltaf kisu og frænkur til að leika við og skreppa í sund svona þegar hentar. Þó að það hafi verið æði í viku að lifa svona lífi erum við hin ægilega fegin að vera komin heim í rútínuna og rólegheitin. En ansi saknar hann Einsi minn kisunar sinnar. Hann talar stöðugt um Bangsa sinn. Svona er þetta.
þriðjudagur, febrúar 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli